Ferill 1128. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2047  —  1128. mál.




Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Teiti Birni Einarssyni um gjöld vegna fiskeldis.


     1.      Hversu mikið hafa fiskeldisfyrirtæki greitt í fiskeldisgjald, aflagjald og gjald í Umhverfissjóð sjókvíaeldis frá árinu 2010 á föstu verðlagi ársins 2022?
    Fiskeldisgjaldið kom til framkvæmda árið 2020 með lögum um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019. Í lögunum felst sjö ára aðlögunartímabil fyrir rekstraraðila á þann veg að gjaldstofninn sem útlistaður er í lögunum tekur ekki fullt gildi fyrr en 2026. Út frá þeirri aðferðafræði sem útlistuð er í lögunum er lagt gjald á hvert kílógramm slátraðs lax. Gjald per kg var árið 2020: 1,87 kr., 2021: 3,99 kr., 2022: 11,93 kr. og 2023: 18,33 kr.
    Samkvæmt lögunum skal hluti af gjaldinu sem innheimtist renna til Fiskeldissjóðs.
    Gjald vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis kom inn með breytingalögum nr. 49/2014, sem breyttu lögum um fiskeldi, nr. 71/2008. Rekstrarleyfishöfum er gert að greiða árlegt gjald sem samsvarar um 20 SDR (eða um 3.700 kr. miðað við gengi Seðlabankans í maí 2023) fyrir hvert tonn leyfilegs hámarkslífmassa.
    Í töflu hér fyrir neðan má sjá yfirlit gjalda og úthlutunarfjárhæð sjóðanna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.









    Aflagjöld eru innheimt samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003, en þau lög eru á forræði innviðaráðherra.
    Upplýsingarnar um gjöld eru fengnar frá Matvælastofnun og Fiskistofu sem fara með umsjón innheimtu gjaldanna. Fjárhæð úthlutana er í samræmi við framlög úr ríkissjóði á hverjum tíma.

     2.      Hversu miklu er áætlað að fyrrnefnd gjöld muni skila á næstu fimm árum á verðlagi ársins 2022 miðað við þau lög sem eru í gildi?
    Í töflu hér fyrir neðan má sjá spá um áætlun á þróun gjalda.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.







    Hækkun á framleiðslugjaldinu á spátímabilinu á sér einkum stað vegna væntinga um aukið framleiðslumagn og þar sem aðlögunartímabil fyrir gjaldstofninn hefur tekið fullt gildi árið 2026. Ráðuneytið bendir á að óvissa er um marga þá þætti sem hafa áhrif á gjaldið. Sú óvissa felst í verðlagsbreytingum, gengisþróun, leyfisveitingum og framleiðslumagni.